Skilmálar

Við viljum leggja áherslu á mikilvægi þess að kynna sér sem best notkun búnaðarins í leiðarvísum eða á vefsíðu framleiðanda. Séu einhver atriði óljós eftir að hafa kynnt sér búnaðinn í handbókum framleiðanda, vinsamlegast hafið samband við okkur í síma 519-4747 eða með því að senda tölvupóst á info(hjá)djireykjavik.is

Ábyrgð

DJI Store ehf. ábyrgist framleiðslugalla á seldum vörum í 2 ár frá afhendingardegi en í eitt ár sé selt til fyrirtækja. Reikningur frá DJI Store ehf. gildir sem ábyrgðarskírteini og telst vara ekki í ábyrgð hjá DJI Store ehf. nema gegn framvísun ábyrgðarskírteinis.

Ef DJI Store ehf. fær tilkynningu um galla á ábyrgðartímabilinu mun DJI Store ehf. svo fljótt sem auðið er, annað hvort lagfæra vörunna eða skipta henni út.

Ábyrgð fellur niður ef:

  • Leiðbeiningum framleiðanda búnaðar um hirðu, notkun, álag, íhluti eða viðhald er ekki fylgt.
  • Ef rekja má bilun til illrar eða rangrar meðferðar
  • Notkun er ekki í samræmi við skilgreiningar á viðurkenndu umhverfi fyrir vöruna.
  • Óviðkomandi aðili hefur opnað eða átt við búnað, breytt honum eða bætt við hann á einhvern hátt.
  • Tækið hefur verið tengt við ranga spennu eða straumtegund.
  • Verksmiðjunúmer og eða innsigli hefur verið fjarlægt eða rofið.

DJI Store ehf. áskilur sér rétt til að sannreyna að galli eða bilun heyri undir ábyrgðarskilmála, þó innan eðlilegra tímamarka.

Vöruskil á ógölluðum vörum

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Innsigli vörunnar má ekki vera rofið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar. Vörur sem fylgja með öðrum vörum sem hluti af tilboði er ekki hægt að skila einum og sér. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru verður gefin út inneignarnóta. Inneignarnótur gilda í 1 ár frá útgáfu.

DJI Store ehf. kt. 460217-2100 er rekstraraðili www.djireykjavik.is og DJI Reykjavik.

Við áskiljum okkur fullan rétt til leiðréttinga á villum í verði, texta og myndum, enda er allt efni vefsins birt með fyrirvara um villur.