Sendingarmátar

Verslað á netinu

Vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu viljum við hvetja sem flesta að nýta sér vefverslun DJI Reykjavik í stað þess að fara í verslun okkar vegna fjöldatakmarkana. Frí heimsending er á pökkum þegar þú verslar fyrir 10.000 kr. eða meira fyrir höfuðborgarsvæðið og 20.000 kr. eða meira fyrir landsbyggð. Í þeim póstnúmerum sem heimsending er ekki í boði er sent frítt á pósthús/í Póstbox.

Sendingarmátar

Sótt í verslun

Hægt er að sækja pöntun í verslun okkar að Lækjargötu 2A, 101 Reykjavík.

Frí heimsending samdægurs (innan höfuðborgarsvæðisins)

Frí heimsending samdægurs alla virka daga ef pantað er fyrir klukkan 17:00 og á laugardögum ef pantað er fyrir klukkan 16:00. Gildir einungis á höfuðborgarsvæðinu og ef pantað er fyrir 10.000 kr. eða meira.

Pantanir eru keyrðar heim til einstaklinga eftir klukkan 18:00 á virkum dögum og eftir klukkan 17:00 á laugardögum.

Pakki Heim

Frí heimsending næsta virka dag með Póstinum ef pantað er fyrir klukkan 12:00. Frí heimsending miðast við að pantað sé fyrir 20.000 kr. eða meira.

Ef pantað er fyrir minna en 20.000 kr. er sendingarkostnaður 1.633 kr.

Sé vara pöntuð um helgi eða á frídegi þá er hún heimsend næsta virka dag.

Pakki Póstbox

Ef pantað er fyrir klukkan 12:00 fer sendingin af stað samdægurs. Hægt er að fá pöntun senda frítt í póstbox ef pantað er fyrir 10.000 kr. eða meira.

Ef pantað er fyrir minna en 10.000 kr. er sendingarkostnaður 1.078 kr.

Sé vara pöntuð um helgi eða á frídegi þá er hún send af stað næsta virka dag.

Pakki Pósthús

Ef pantað er fyrir klukkan 12:00 fer sendingin af stað samdægurs og er yfirleitt kominn á pósthús daginn eftir. Hægt er að fá pöntun senda frítt á Pósthús ef pantað er fyrir 10.000 kr. eða meira.

Ef pantað er fyrir minna en 10.000 kr. er sendingarkostnaður 1.180 kr.

Sé vara pöntuð um helgi eða á frídegi þá er hún send af stað næsta virka dag.

Greiðsla við afhendingu/Póstkrafa

Ef greiðslumöguleikinn Póstkrafa (Greiðsla við afhendingu) er valinn þarf kaupandi að greiða sendingarkostnað ásamt póstkröfukostnaði. Vegna þessa bjóðum við ekki upp á ókeypis heimsendingu með Pakki Heim, Pakki Póstbox eða Pakki Pósthús ef póstkrafa er valin.

Ef þið viljið nýta ykkur þann möguleika að fá pöntunina senda frítt til ykkar endilega notið annan greiðslumáta.