PolarPro DJI Phantom 4 Pro/Adv – Cinema Series – Artisan Collection

13.990 kr.

  • Inniheldur ND32/PL, ND64/PL og ND128/PL filtera fyrir hægan lokahraða
  • Sérstaklega hannað fyrir Phantom 4 Pro/Adv
  • Hágæða Cinema Series-gler
  • Lauflétt hönnun tryggir mjúkar hreyfingar á gimbal
  • Box fyrir filtera fylgir
SKU: POLPROP4P-CS-ARTISAN Categories: , , Tags: ,
Lýsing

Í kassanum:

ND32/PL: ND32/PL lækkar ljósmagn um 5 f-stopp og skautar ljósið. Þessi filter er tilvalinn fyrir myndbönd eða myndir með hægum lokahraða. Þessi filter er fyrir sólríka daga þegar ljósopsstilling er í kring um f/2.8 eða f/4.0.

ND64/PL: ND64 filter minnkar ljós um 6 f-stopp og skautar ljósið. Hægt er að nota ND64 filter í myndbönd á sólríkum dögum með ljósop í kring um f/2.8. Filterinn er einnig gagnlegur fyrir myndatöku með hægum lokahraða.

ND128/PL: ND128 filter minnkar ljós um 7 f-stopp og skautar ljósið. Þessi filter er aðeins til að taka ljósmyndir. Hann á aldrei við fyrir myndbönd. ND128 filterinn minnkar verulega ljósmagnið.

Myndataka með hægum lokahraða:

ND filterar PolarPro gera ljósmyndurum kleift að taka myndir með hægum lokahraða á daginn. Án filteranna er of mikið ljós til staðar til að geta tekið með hægum lokahraða á daginn. Sterkur ND filter eins og ND64, ND128 eða ND256 hjálpar til við að takmarka ljósmagnið.

Við hverju á ég að búast?:

Að taka myndir með hægum lokahraða úr dróna getur verið erfitt og krefst þess að taka margar myndir. Markmiðið er að halda drónanum stöðugum á meðan lokarinn er opinn (allt að 8 sekúndur). Það gerir myndatöku í vindi erfiða. Við mælum með því að taka myndir með hægum lokahraða í logni, og að taka margar myndir. Af hverjum 100 myndum getur þú búist við einni eða tveimur frábærum myndum. Margar myndir verða hreyfðar. Þar af leiðandi borgar sig að taka sem flestar myndir.

Hvenær er gott að hafa hægan lokahraða?:

Það er ýmislegt sem kemur vel út með hægum lokahraða. Til dæmis getur vatn komið mjög vel út; sjórinn, ár, stöðuvötn. Lokahraði getur gerbreytt útkomu myndanna þinna.

Af hverju eru svona margir filterar til?

Mismunandi filterar skila mismunandi lokahröðum, sem skilar mismunandi niðurstöðum. Því hærra sem ND-gildið er, því lengri verður lokahraðinn. Við erum með mismunandi ND-filtera af tveimur ástæðum.

  1. Það er slæmt að setja filter ofan á filter. Því fleiri glerhluti sem ljósið fer í gegn um, því líklegra er að fá glampa á linsu og að myndgæði tapist.
  2. Að raða filterum saman þyngir gimbalinn um of.

Við bjóðum svona marga mismunandi filtera til að sjá til þess að ljósið fari ekki í gegn um fleiri glerhluti en nauðsynlegt er. Það tryggir hámarksmyndgæði.

Cinema Series-gler:

Cinema Series-glerið er gler í hæsta gæðaflokki með AR-húðun sem dregur úr glampa á linsu. Það skiptir öllu máli að vera með gott gler með sterkum ND-filterum. Cinema Series-filterarnir halda litastigi stöðugu, jafnvel þeir sterkustu.