PolarPro DJI Phantom 3 Cinema Series – Shutter Collection

11.990 kr. 4.990 kr.

  • Sérstaklega gert fyrir DJI Phantom 3 Pro, Advanced og 4K myndavél
  • Cinema Series™ gler tryggir gæði
  • AirFrame™: lauflétt hönnun
  • Shutter Collection inniheldur ND16, ND32 og ND64 filtera
SKU: POLPROP3CINSERSHUCOL Categories: , Tags: ,
Lýsing

Yfirlit:

Shutter Collection Filter 3-Pack er hluti af Cinema Series™-línu PolarPro. Filterarnir eru gerðir með gleri í hæsta gæðaflokki og eru húðaðir fyrir flugmenn sem krefjast þess langbesta. Shutter Collection fyrir DJI Phantom 3 inniheldur ND16, ND32, og ND64 filtera til að minnka lokahraða myndavélarinnar. Hver filter er nákvæmlega framleiddur með laufléttri AirFrame™-hönnun PolarPro.

Í kassanum:

ND16 Filter (4,54 g): ND16 filter er notaður á léttskýjuðum og heiðskírum dögum þegar við þurfum að minnka lokahraðann niður um 4 f-stopp til að ná lokahraðanum 1/60.

ND32 Filter (3,47 g): ND32 filter er notaður á mjög björtum dögum til að minnka lokahraða um 5 f-stopp. Yfirleitt er ND32 filter notaður við tökur í eyðimörkum eða yfir snjó.

ND64 Filter (3,47 g): Á mjög björtum dögum minnkar ND64 lokahraða myndavélarinnar um 6 f-stopp og nær honum nálægt 1/60–1/50, sem gerir þér klefit að taka frábærar myndir við björtustu skilyrði. ND64 er dekksti ND filter PolarPro og á aðeins að nota þegar nægilega mikið ljós er til staðar.

Taflan hér að neðan hjálpar manni að velja hvaða filter á við þegar maður tekur upp með Phantom 3, Inspire 1 eða Solo. Þessi tafla hefur það að markmiði að minnka lokahraða myndavélarinnar í 1/60 svo myndbönd tekin úr lofti líti út eins og í kvikmynd. Oft er mælt með að hafa lokahraða sem jafngildir tvöfaldri rammatíðni myndbandsins sem þú tekur upp. Ef þú tekur upp í 1080p@60 fps vilt þú reyna að ná lokahraðanum 1/120. Ef þú tekur upp í 4K@30 fps eða 24 fps vilt þú vera nálægt lokahraðanum 1/60.

Uppsetning: