PolarPro 6-Pack | Standard Series | X7 / X5S / X5

29.990 kr. 22.990 kr.

 • Passar á DJI X7, X5S, X5R og X5
 • Laufléttir filterar tryggja örugga notkun
 • Fjölhúðað HD gler tryggir skerpu
 • Sérstaklega hannaðir fyrir DJI Zenmuse X7/X5S myndavélina og gimbalinn
 • Inniheldur CP, ND8, ND16, ND32, ND8/PL og ND16/PL
SKU: P6002 Categories: , , Tags: ,
Lýsing

Yfirlit

PolarPro DJI Zenmuse X7 / X5S / X5R filterarnir eru sérstaklega hannaðir fyrir Zenmuse X7 og X5. Þeir festast á X5 15mm MFT linsuna auk allra X7 linsna. Þessir filterar nota fjölhúðað, hágæðagler frá PolarPro. AirFrame™-hönnun tryggir örugga og mjúka virkni. X7/X5 filterar PolarPro virka einnig með linsuhúddi á X5. Zenmuse X7/X5 filter 6-pack inniheldur CP filter, ND8 filter, ND16 filter, ND32 filter og ND8/PL og ND16/PL filtera.

Virkar með

 • Öllum DJI X7 linsum
 • DJI MFT 15mm f/1.7 ASPH
 • Panasonic Lumix 15mm f/1.7
 • Olympus M.ED 12mm f/2.0
 • Olympus M.Zuiko 17mm f/1.8
 • Olympus M.Zuiko 25mm f/1.8

Fylgir

Circular Polarizer Filter (CP): (7,75 g) CP filter dregur úr glampa er notað til að draga úr glampa af jörðinni, vatni og himninum. Filterinn er sérstaklega mikilvægur í flugi því þegar tekið er úr lofti tekur myndavélin meiri speglun upp af jörðinni en venjulega. Skautun bætir litamettun við bjartar aðstæður. Auk þess að draga úr glampa dekkir skautunin himininn og gerir ský sýnilegri.

3-Stop Neutral Density Filter (ND8): (6,06 g) ND8 filterinn minnkar lokahraðann um 3 f-stopp. Þegar það er skýjað eða léttskýjað og stefnt er að halda ljósopi í f/2.8 eða f/5.6 er hægt að nota ND8 filter til að ná lokahraða niður í 1/60.

4-Stop Neutral Density Filter (ND16): (5,97 g) ND16 filterinn minnkar lokahraðann um 4 f-stopp. Þegar það er sól að mestu leyti og stefnt er að halda ljósopi í f/2.8 eða f/5.6 er hægt að nota ND8 filter til að ná lokahraða niður í 1/60.

5-Stop Neutral Density Filter (ND32): (5,83 g) ND32 filterinn minnkar lokahraðann um 5 f-stopp. Þegar það er mjög bjart úti og stefnt er að halda ljósopi í f/2.8 eða f/5.6 er hægt að nota ND8 filter til að ná lokahraða niður í 1/60.

3-Stop Neutral Density Polarized Filter (ND8/PL): (9,25 g) ND8/PL er sérstakur filter fyrir myndbandstöku úr lofti. Filterinn gerir manni kleift að minnka ljósmagn um 3 f-stopp með skautun, án þess að nota marga filtera saman og þyngja þannig X5-gimbalinn. Tilvalið til myndbandstöku nálægt vatni eða við aðrar aðstæður þar sem mikið ljós endurkastast. ND8/PL gerir himininn djúpbláan og gerir ský sýnilegri. Þegar það er skýjað eða léttskýjað er þessi filter tilvalinn til að ná lokahraða niður í 1/60.

4-Stop Neutral Density Polarized Filter (ND16/PL): (9,25 g) ND16/PL er annar sérstakur filter sem er sérstaklega gerður til að lækka lokahraða og draga úr glampa án þess að nota marga filtera saman. Þegar það er skýjað eða léttskýjað er þessi filter tilvalinn til að halda ljósopinu í f/2.8 og ná lokahraða niður í 1/60.

Hvenær á að nota hvaða filter?

Taflan hér að neðan hjálpar manni að velja hvaða filter á við þegar maður tekur upp með Inspire 1, Phantom 3 eða Solo. Þessi tafla hefur það að markmiði að minnka lokahraða myndavélarinnar í 1/60 svo myndbönd tekin úr lofti líti út eins og í kvikmynd. Oft er mælt með að hafa lokahraða sem jafngildir tvöfaldri rammatíðni myndbandsins sem þú tekur upp. Ef þú tekur upp í 1080p@60 fps vilt þú reyna að ná lokahraðanum 1/120. Ef þú tekur upp í 4K@30 fps eða 24 fps vilt þú vera nálægt lokahraðanum 1/60.

INSTALLATION: