DJI Pilot
DJI Pilot er smáforrit (app) sérhannað fyrir fyrirtæki og stofnanir til að fullnýta DJI drónana sína. Appið var sérstaklega hannað fyrir Mavic 2 Enterprise og tryggir hámarksafköst í flugi.
389.990 kr. – 569.990 kr.
Aukahlutatengi1 opnar á nýja möguleika til að ná sem bestum árangri í mikilvægum verkefnum.
Auðveldar þér að leiðbeina týndu fólki með tvöföldum ljóskastara.
DJI hefur fínpússað flugupplifunina frá flugtaki til lendingar. Þannig er flugöryggi tryggt.
Sláðu inn lykilorðið þitt til að fá aðgang að drónanum og öllum eiginleikum hans. Þetta tryggir öryggi drónans og innbyggðu gagnageymslunnar og kemur í veg fyrir leka á viðkvæmum gögnum.
DJI AirSense hjálpar þér að forðast hættur í flugi með því að veita þér upplýsingar um staðsetningu annarra dróna í rauntíma.
Endurbætt FligthAutonomy-kerfi auk Advanced Pilot Assistance skynja hindranir í allar áttir með hjálp 8 sjónskynjara og 2 innrauðra skynjara á hliðum drónans. Saman reikna þeir út hraðamun og fjarlægð frá hindrunum til að tryggja öryggi og stöðugleika við flóknar aðstæður.
Mavic 2 Enterprise er með 2x linsuþys og 3x stafrænt þys. Þökk sé því kemst þú nær viðfangsefninu án þess að þurfa að fara of nálægt.
Mavic 2 Enterprise notar GPS til að skrá nákvæma staðsetningu og tíma þegar myndir voru teknar. Því er hægt að nota gögnin úr honum í verkefnum þar sem nákvæmni skiptir miklu máli.
Nógu smár til að fara með hvert sem er og gerður í hvað sem er, hvenær sem er.
Ef aðstæður krefjast þess er hægt að nota raflhöður sem hita sig sjálfar svo þær virki betur í frosti.
Mavic 2 Enterprise vegur aðeins 905 g. Hægt er að brjóta hann saman á örskotsstundu og er mjög auðvelt að ferðast með hann.
DJI Pilot er smáforrit (app) sérhannað fyrir fyrirtæki og stofnanir til að fullnýta DJI drónana sína. Appið var sérstaklega hannað fyrir Mavic 2 Enterprise og tryggir hámarksafköst í flugi.
DJI FlightHub er heildarlausn fyrir stór fyrirtæki og stofnanir til að stýra drónum í sinni eigu. FlightHub virkar með Mavic 2 Enterprise en einnig er hægt að nota það með öðrum DJI drónum.
Útgáfa | Enterprise, Enterprise Dual, Enterprise (DJI Smart Controller), Enterprise Dual (DJI Smart Controller) |
---|